Staðsetningarþjónusta notuð
Staðsetningarþjónusta gerir forritum á borð við Kort og myndavélina kleift að nota
upplýsingar frá farsímakerfum og Wi-Fi-netum ásamt GPS-upplýsingum (Global
Positioning System) til að áætla staðsetningu þína. Ef þú ert ekki í beinni línu við GPS-
gervitungl getur tækið ákvarðað staðsetninguna með Wi-Fi-eiginleikanum. Ef þú nærð
ekki Wi-Fi-neti getur tækið ákvarðað staðsetninguna með farsímakerfinu.
Til þess að nota tækið þitt til að finna hvar þú ert þarftu að kveikja á
staðsetningarþjónustunni.
Gagnatengingargjöld kunna að verða innheimt þegar þú tengir tækið við internetið.
Kveikt eða slökkt á staðsetningarþjónustu
1
Á
Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Staðsetning og pikkaðu svo á sleðann til að
kveikja eða slökkva á staðsetningarþjónustu.
GPS-nákvæmni aukin
Þegar þú notar GPS í fyrsta sinn í tækinu getur það tekið nokkrar mínútur að finna
staðsetningu þína. Til að auðvelda leitina skaltu gæta þess að vera í beinni augsýn við
himininn. Stattu kyrr og ekki hylja GPS-loftnetið (auðmerkt svæði á myndinni). GPS-merki
berst í gegnum ský og plast en öðru máli gegnir um flesta fasta hluti á borð við hús og
fjöll. Ef staðsetningin finnst ekki eftir nokkrar mínútur skaltu færa þig á annan stað.