
Græjur
Græjur eru lítil forrit sem þú getur notað beint á heimaskjánum. Þær virka líka sem
flýtileiðir. Til dæmis gerir veðurgræjan þér kleift að sjá helstu veðurupplýsingar beint á
24
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

heimaskjánum. Þegar þú pikkar á græjuna opnast svo allt veðurforritið. Þú getur sótt fleiri
græjur á Play Store™.
Græju bætt við heimaskjáinn
1
Haltu inni tómu svæði á Heimaskjár þangað til tækið titrar pikkaðu síðan á
Græjur.
2
Finndu og pikkaðu á græjuna sem þú vilt bæta við.
Stærð græju breytt
1
Haltu inni græju þangað til hún stækkar og tækið titrar, slepptu síðan græjunni. Ef
hægt er að breyta stærð græjunnar, t.d. dagbókargræju, birtast rammi og
stækkunarpunktar.
2
Dragðu punktana inn eða út til að minnka eða stækka græjuna.
3
Til að staðfesta nýja stærð græjunnar pikkarðu einhvers staðar á Heimaskjár.
Græja færð
•
Snertu og haltu græjunni þar til tækið titrar og dragðu hana svo á nýja staðinn.
Græja fjarlægð
•
Snertu og haltu græjunni þar til tækið titrar og dragðu hana svo á
Fjarlægja af
heimaskjá.