Tilkynningar
Tilkynningar láta þig vita af viðburðum, t.d. nýjum skilaboðum og dagbókartilkynningum,
og aðgerðum sem eru í gangi, t.d. niðurhali skráa. Tilkynningar birtast á eftirfarandi
stöðum:
•
Stöðustikunni
•
Tilkynningaskjánum
•
Lásskjánum
Tilkynningasvæðið opnað og lokað
1
Dragðu stöðustikuna niður eða tvípikkaðu á hana til að opna tilkynningasvæðið.
2
Til að loka tilkynningasvæðinu dregurðu eða flettir því upp á við.
Brugðist við tilkynningu á tilkynningaskjá
•
Pikkaðu á tilkynninguna.
Tilkynningu af Tilkynningaskjánum hafnað
•
Styddu fingri á tilkynningu og flettu henni til vinstri eða hægri.
Ekki er hægt að hafna öllum tilkynningum.
Tilkynning víkkuð á tilkynningaskjá
•
Dragðu tilkynninguna niður.
Ekki er hægt að víkka allar tilkynningar.
Allar tilkynningar hreinsaðar af tilkynningaskjánum
•
Pikkaðu á
.
Brugðist við tilkynningu á lásskjá
•
Tvípikkaðu á tilkynninguna.
Tilkynningu hafnað á lásskjánum
•
Styddu fingri á tilkynninguna og ýttu henni til vinstri eða hægri.
Tilkynning víkkuð á lásskjá
•
Dragðu tilkynninguna niður.
Ekki er hægt að víkka allar tilkynningar.
Umsjón með tilkynningum á lásskjá
Þú getur stillt tækið þannig að aðeins valdar tilkynningar birtist á lásskjánum. Þú getur
gert allar tilkynningar, og efni þeirra, aðgengilegar, falið viðkvæmt efni fyrir allar tilkynningar
eða tiltekin forrit eða valið að sýnar engar tilkynningar.
27
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Val á tilkynningum til að birta á lásskjá
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Hljóð og tilkynning > Þegar tækið er læst.
3
Veldu valkost.
Valkostir tilkynninga á lásskjánum
Sýna allt innihald
tilkynninga
Fá allar tilkynningar á lásskjáinn. Þegar kveikt er á þessari stillingu skaltu hafa í huga að
allt efni (þ. á m. móttekinn tölvupóstur og spjall) er sýnilegt á lásskjánum nema þú merkir
viðkomandi forrit sem
Fela viðkvæmt efni í Forritatilkynningar stillingavalmyndinni.
Fela innihald
viðkvæmra
tilkynninga
Þú verður að hafa stillt PIN-númer, lykilorð eða mynstur til að læsa skjánum svo þessi
stilling sé tiltæk.
Innihald falið birtist á lásskjánum þegar viðkvæmar tilkynningar berast.
Þú færð t.d. tilkynningu um móttekinn tölvupóst eða spjall, en innihaldið er ekki sýnilegt
á lásskjánum.
Sýna engar
tilkynningar
Þú færð engar tilkynningar á lásskjáinn.
Tilkynningatíðni forrits stillt
Hægt er að stilla tilkynningar fyrir hvert forrit. Til dæmis er hægt að hindra allar
tölvupóststilkynningar, setja Facebook™ tilkynningar í forgang og sjá
skilaboðatilkynningar á lásskjánum.
Tilkynningatíðni forrits stillt
1
Á Heimaskjár pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Hljóð og tilkynning > Forritatilkynningar.
3
Veldu forritið þar sem þú vilt breyta tilkynningastillingum.
4
Dragðu viðkomandi sleða til hægri.
Tilkynningarstig og valkostir fyrir sérstök forrit
Útiloka allt
Aldrei sýna tilkynningar fyrir valið forrit.
Setja í forgang
Fá tilkynningar frá þessu forriti þegar stillingin „Ekki trufla“ er stillt á „Aðeins forgangur“.
Leyfa gægjur
Láta þetta forrit vekja athygli á vissum tilkynningum með því að láta þær birtast í
skamma stund á skjánum.
Fela viðkvæmt efni Fela efni í tilkynningum þessa forrits sem gætu afhjúpað persónulegar upplýsingar þegar
tækið er læst.
Tilkynningaljós
Tilkynningaljósið lætur vita um stöðu rafhlöðu og fleira. Til dæmis þýðir blikkandi hvítt ljós
nýtt skeyti eða ósvarað símtal. Tilkynningaljósið er sjálfvirkt en hægt er að slökkva á því
handvirkt.
Þegar slökkt er á tilkynningaljósinu kviknar bara á því þegar varað er við lítilli hleðslu rafhlöðu,
t.d. þegar hún fer undir 15 prósent.
Kveikt eða slökkt á tilkynningaljósi
1
Á heimaskjánum pikkarðu á .
2
Finndu og pikkaðu á
Stillingar > Hljóð og tilkynning.
3
Pikkaðu á sleðann
Tilkynningarljós.
28
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.